Kvennanefnd í Noregi

Auðunn Lysbakkan norski jafnréttismálaráðherrann stofnaði kvennanefnd í febrúar á þessu ári, nefndinni var ætlað að kortleggja stöðu jafnréttismála í Noregi í fortíð og nútíð og setja fram tillögur um aðgerðir í skýrslu sem nefndin skilaði af sér í október sl.Í nefndinni störfuðu 26 konur með ólíkan bakgrunn en settar eru fram hugmyndir um úrbætur í jafnréttismálum í tengslum við fötlun, heilsufar, vinnumarkað, heimilislíf, menningar- og listalíf, aldraða, ungmenni, ofbeldi og málfar svo eitthvað sé nefnt. Í Noregi var karlanefnd skipuð árið 2007 og er kvennanefndin stofnuð í framhaldi af starfi þeirrar nefndar. Ályktanir kvennanefndarinnar um úrbætur í jafnréttismálum verða hafðar til hliðsjónar við gerð aðgerðaáætlunar norsku ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum árið 2011.

Skýrslu kvennanefndarinnar má nálgast hér