Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 30 ára í dag

Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna (CEDAW), um afnám allrar mismununar gegn konum, er 30 ára í dag 18. desember. Samningur um afnám allrar mismununar gegn konum eða Kvennasáttmálinn var samþykktur af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 18. desember 1979 og lagður til undirritunar og síðar staðfestingar viðkomandi þjóðþinga. Samningurinn var undirritaður fyrir Íslands hönd 24. júlí 1980 og fullgiltur 18. júlí 1985.

Í ár er því einnig fagnað að 10 ár eru liðin frá valfrjálsri bókun sáttmálans sem veitir CEDAW nefndinni rétt til að taka við kvörtunum einstaklinga varðandi mannréttindabrot sem þeir verða fyrir. Í dag hafa 186 þjóðríki undirritað Kvennasáttmálann og 98 þessara þjóðríkja hafa undirritað hina valfrjálsu bókun.


Nánari upplýsingar um Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna