Kvennasöguganga á Akureyri 18. júní

Fimmtudaginn 18. júní verður kvennasöguganga á Akureyri.  Í ár verður gengið í fótspor Vilhemínu Lever. Vilhelmína er þekkt fyrir að hafa greitt atkvæði í fyrstu bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri árið 1863.

Gangan hefst við Laxdalshús, Hafnarstræti 11, kl. 20.00 og endar á Minjasafninu þar sem gestum er boðið á sýninguna „Ertu tilbúin frú forseti?“ um Vigdísi Finnbogadóttur, fyrsta lýðræðislega kjörna kvenforseta í heiminum. Hanna Rósa Sveinsdóttir safnvörður á Minjasafninu leiðir gönguna.