Kvennasöguganga á Akureyri 19. júní

Sunnudaginn 19. júní n.k. býður Jafnréttisstofa til kvennasögugöngu á Akureyri  í samstarfi við Héraðsskjalasafnið, Minjasafnið, Akureyrarbæ og  Zontaklúbbana á Akureyri. Gengið verður í fótspor kvenna sem settu svip á Brekkuna.

Kristín Aðalsteinsdóttir prófessor leiðir gönguna sem hefst í Lystsigarðinum klukkan 11:00. Göngufólk mæti á flötina við Café Laut.