#Kvennastarf

Jafnréttistorg miðvikudaginn 22. mars kl. 12.00-12.50 í Háskólanum á Akureyri. Þar munu Ágústa Sveinsdóttir, markaðsfulltrúi Tækniskóla Íslands, og Ólafur Sveinn Jóhannesson, deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar skólans, fjalla um átakið #Kvennastarf og eiga samtal við áheyrendur um efnið. Jafnréttistorgið verður í stofu M-102 og er öllum opið án endurgjalds.

Það er Tækniskólinn og Samtök iðnaðarins, í samstarfi við alla iðn- og verkmenntaskóla á landinu, sem standa að átakinu. Markmiðið er að hvetja stelpur og ungt fólk almennt til að skoða alla möguleika í vali á námi og framtíðarstarfi og horfa opnum augum á hvar áhugasvið þeirra liggur. Allir eiga að geta starfað við það sem þá langar til.

Jafnréttistorgin eru samstarfsverkefni Jafnréttisstofu og Háskólans á Akureyri.