Kvenréttindadagurinn 19.júní

Lagður verður blómsveigur frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, að athöfninni lokinni verður gegnið að Hallveigarstöðum þar sem Kvenréttindafélagið og Kvenfélagasambandið bjóða til kaffisamsætis og flutt verða stutt ávörp í tilefni dagsins. Seinna um kvöldið býður Kvennakirkjan, Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands til messu við Þvottalaugarnar í Laugardal. 
Blómsveigur lagður að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur kl. 16:00
Gengið verðu fylktu liði frá Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 16:00 að leiði Bríetar í Hólavallakirkjugarði. Þar verða flutt tónlistaratriði og stutt ávarp. 

Kaffisamsæti  á Hallveigarstöðum kl. 17:00
Að athöfn lokinni verður gengið að Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Þar bjóða Kvenréttindafélagið og Kvenfélagasambandið til kaffisamsætis. Yfir kaffinu verða flutt stutt ávörp í tilefndi dagsins. Að þessu sinni ávarpa fundinn: Una María Óskarsdóttir, forseti Kvenfélagasamband Íslands, Steinunn Stefánsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Þórhildur Þorleifsdóttir, formaður Jafnréttisráðs ásamt Ísold Uggadóttir og Hrönn Kristinsdóttir sem ávarpa fundinn fyrir hönd WIFT, félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi.

Kvennamessa í Laugardalnum kl. 20:00
Kvennakirkjan, Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands bjóða alla velkomna í kvennamessu við Þvottalaugarnar í Laugardal. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar, Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng, Ásdís Þórðardóttir leikur á trompet og Kór Kvennakirkjunnar leiðir söng við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.