Kynbundinn launamunur dregst saman hjá Reykjavíkurborg

Úttekt á kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg hefur verið lögð fyrir borgarráð en niðurstöður hennar sýna að Reykjavíkurborg hefur náð árangri við að draga úr launamun kynjanna.  Þennan árangur má þakka miðlægri launasetningu og starfsmati, reglum um yfirvinnusamninga, aukinni menntun kvenna og auknum starfsaldri.  Úttektin sýnir að munur á heildalaunum kynja er 5.1% þegar leiðrétt hefur verið fyrir innbyrðis röðun starfa. Þessi munur heildarlauna, sem felst í yfirvinnugreiðslum og akstursgreiðslum, er óútskýrður og ekki er ljóst að hve miklu leyti hann er málefnalegur eða ómálefnalegur. Þetta er þó mun minni óútskýrður launamunur en þekkist úr sambærilegum innlendum og erlendum rannsóknum. Um 77% starfsmanna Reykjavíkurborgar eru konur.

Sjá nánar frétt á vef Reykjavíkurborgar