Kyngervi raunvísinda - Hádegismálþing 18. mars

Á morgun, föstudaginn 18. mars, verður haldið málþing um niðurstöður rannsókna á aðstæðum og upplifun kvenna í fjórum greinum á Verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ, kl. 12-13.30 í stofu 152 í VR II.

Í tilkynningu frá Háskóla Íslands kemur fram að árið 2009 hafi tveim nemum verið veittur styrkur til að vinna rannsókn á upplifun kvenna í greinum Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Fyrir hafi legið að konur hafa verið í miklum minnihluta á sviðinu, þrátt fyrir að vera í meirihluta nemenda á Háskólastigi. 

Styrkina hlutu þær Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir, sem skrifaði MA-ritgerð sína í kynjafræði um efnið og Þuríður Ósk Sigurjónsdóttir sem ritaði MA-ritgerð í náms- og starfsráðgjöf. Á málþinginu munu þær gera grein fyrir niðurstöðum verkefna sinna. 

Jafnréttisnefnd HÍ, kennslumálanefnd HÍ, Verkfræði- og náttúruvísindasvið og MARK (Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna) standa að málþinginu.

Nánari upplýsingar og dagskrá má nálgast á: