Kynjafræði í Háskóla unga fólksins

Háskóli Íslands tekur á sig ferskan blæ dagana 8.-12. júní 2009 þegar hann breytist í Háskóla unga fólksins. Þá gefst börnum og unglingum, fæddum 93-97, kostur á því að sækja skólann heim og fá innsýn í vísinda og fræðasamfélagið. Í ár verður kennt sérstakt námskeið í kynjafræði.

Námskeiðslýsing kynjafræði í Háskóla Unga Fólksins:

Af hverju eru fleiri karlar með hærri laun en konur? Af hverju eru færri
konur en karlar á þingi? Af hverju mega strákar og stelpur ekki gera það
sama? Hvernig eru karlar og hvernig eru konur? Er einhver munur í raun og
veru? Eru allar konur eins og allir karlar eins? Af hverju fá
samkynhneigðir ekki að giftast? Og hvað eru hinseginfræði? Er mögulegt að
við göngum öll með staðalmyndir um hlutverk og eðli kynjanna í kollinum
sem hefur áhrif á hvað við viljum og hvað við veljum?
Námskeiðið fjallar um hvernig kynjafræðin skoðar þessi mál og mörg önnur.
Hugmyndir okkar um hvað hæfir konum og körlum, hvað er kvenlegt og
karlmannlegt eru mikilvægir þættir í tilveru okkar og menningu. Í
námskeiðinu veltum fyrir okkur af hverju við búum til sérstök hólf fyrir
konur og karla og hvernig það kemur okkur öllum til góða að brjóta niður þessa múra.

Kennarar: Arnar Gíslason, kynjafræðingur og jafnréttisfulltrúi Háskóla
Íslands, Eygló Árnadóttir, framhaldsnemi í kynjafræði, og Katrín Anna
Guðmundsdóttir, MSc í viðskipta- og markaðsfræði og framhaldsnemi í
kynjafræði.

Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu Háskóla Unga Fólksins