Kynjafræðikennarar funda með Jafnréttisstofu

Jafnréttisstofa hefur á undaförnum vikum staðið fyrir fræðslufundum með kennurum og námsráðgjöfum víða um land. Tilgangur fundanna er að kynna nýtt námsefni og útvarpsþætti fyrir ungt fólk og ræða hlutverk og skyldur skóla á öllum skólastigum þegar kemur að jafnréttisfræðslu. Einn þessara funda fór fram í Reykjavík með kynjafræðikennurum í framhaldsskólum og spunnust góðar samræður um stöðu jafnréttismála í skólum og mögulegar leiðir til úrbóta. Á fundinum var einnig kynnt ný íslensk kennslubók í kynjafræði fyrir framhaldsskóla sem Þórður Kristinsson og Björk Þorgeirsdóttir, kennarar í Kvennaskólanum, eru að útbúa um þessar mundir. Mikilvægi námsefnis er ótvírætt þegar kemur að jafnréttisfræðslu og nýja námsefnið sem Jafnréttisstofa er að kynna fellur því í ljúfan jarðveg.

 

 

Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu