Kynjasamþætting og staðalímyndir í félagsstarfi aldraðra á Akureyri

Haustið 2012 var fræðsla á vegum Jafnréttisstofu fyrir stjórnendur Akureyrarbæjar um kynjasamþættingu og staðalímyndir. Í framhaldi af fræðslunni var skipaður starfshópur stjórnenda sem fór í ýmis verkefni á sínum vinnustað. Stjórnendahópurinn hefur hist reglulega á fundum þar sem jafnréttisfulltrúi Akureyrarbæjar, Katrín Björk Ríkharðsdóttir hefur stýrt þeim og fengið fulltrúa frá Jafnréttisstofu til að mæta eftir þörfum á fundina.Hjúkrunarforstjóri Öldurnarheimila Akureyrar og þjónustustjóri öldrunarheimilana voru í starfshópnum og var í lok árs 2012 tekin ákvörðun um að skoða hvort starfsemi félagsstarfs aldraðra í Hlíð skili sér jafnt til beggja kynja og hvort aðgengi þeirra að þjónustunni sé sambærilegt.

Ákveðið var að nota 4H aðferðina og var stuðst við bókina Jöfnum leikinn, handbók um kynjasamþættingu sem Jafnréttisstofa þýddi og staðfærði.
Aðferðin byggir á því að skoða hver fær hvað og á hvaða forsendum? Þegar búið er að greina stöðuna er spurt: Hvernig getum við bætt stöðuna? Söfnun gagna fór fram á tímabilinu 15. til 31. janúar 2013.

Í niðurstöðum kom á óvart að karlar eru virkari notendur virkni-tilboða en konur, þrátt fyrir að aðeins 25% af heildartíma virkni tilboða sem þeir sækja höfði til þeirra á meðan 75% virkni tilboða höfðar til kvenna.

Lokaskýrsla


Frétt af heimasíðu Akureyrarbæjar