Kynjuð fjárhags- og starfsáætlun

Þann 18 september næstkomandi stendur Reykjavíkurborg fyrir málþingi um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun í Tjarnarsal Ráðhússins. Málþingið verður hluti af þeim 100 viðburðum sem Reykjavíkurborg stendur fyrir vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Meginþema málþingsins er staða kynjaðrar fjárhagsáætlunar í dag. Að auki verður því velt upp hvaða áhrif aukin pólitísk þátttaka kvenna hefur haft á rekstur hins opinbera. Diane Elson einn fremsti sérfræðingurinn á þessu sviði verður aðalræðukona og fleiri sérfræðingar á þessu sviði taka þátt.  
Aðgangur er ókeypis. Gott aðgengi verður fyrir eldri borgara og fatlað fólk. Málþingið fer fram á ensku en allar glærur verða birtar bæði á ensku og íslensku. Boðið er upp á táknmálstúlka og túlka sem túlka af spurningum yfir á íslensku og pólsku ef óskað er eftir því og þarf beiðnin að berast í síðasta lagi fimmtudaginn 10. september 2015. 

Dagskrá má lesa hér.