Kynjuð fjárlagagreining á tímum niðurskurðar

Miðvikudaginn 16. febrúar heldur Diane Elson, prófessor í félagsfræði við Háskólann í Essex í Bretlandi og formaður UK Women‘s Budget Group, fyrirlesturinn „Kynjuð fjárlagagreining á tímum niðurskurðar.“ 
Í erindinu verður fjallað um rannsóknir UK Women‘s Budget Group á fyrirhuguðum niðurskurði á fjárlögum í Bretlandi síðar á þessu ári. Kannað verður hvort rannsóknirnar geti gagnast öðrum kvenréttindahópum við greiningar á niðurskurðarfjárlögum í öðrum löndum.

Fyrirlesturinn sem er á vegum RIKK og EDDU við H.Í. verður haldinn í Norræna húsinu, kl. 11.30-12:30. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Diane Elson er hér á landi á Jafnréttisstofu og mun einnig flytja erindi á ráðstefnunni "Nýir tímar - breytt hagstjórn" þann 14. febrúar.