Kynleg kreppa

MARK - Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna býður upp á opinn fyrirlestur í Miðjunni í Háskólabíói þriðjudaginn 6. mars kl. 12:00-13:00. Þar mun Bryndís E. Jóhannsdóttir, MA í blaða- og fréttamennsku, diplóma í hagnýtri jafnréttisfræði fjalla um kynjajafnrétti á umbrotatímum, velferðarkerfið og hlutverk þess í jafnréttismálum, frjálst eða þvingað val og túlkun þess, hvort jafnrétti á heimilum sé undirstaða raunverulegs jafnréttis, kynjaðan niðurskurð og formleg úrræði til að sporna við bakslagi í jafnréttismálum.

Öll velkomin