Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2013

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga verður haldinn á Hvolsvelli þann 27. september nk. Dagskrá fundarins er mjög spennandi og fjölbreytt og eru fulltrúar sveitarfélaga sem starfa að jafnréttis- og félagsmálum hvattir til að mæta á fundinn.

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga er kjörinn vettvangur fyrir fólk sem vinnur að jafnréttismálum innan sveitarfélaga til að koma saman og ræða helstu þætti jafnréttisstarfsins og kynna sér hvað er efst á baugi í öðrum sveitarfélögum. Landsfundurinn er opinn fulltrúum í jafnréttisnefndum sveitarfélaga, en einnig eru velkomnir á fundinn fulltrúar þeirra sveitarstjórna sem ekki hafa skipað jafnréttisnefndir sem og stjórnmálamenn og aðrir starfmenn sveitarfélaganna.

Dagskrá landsfundarins