Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2014

Reykjavíkurborg boðar til landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga 18.-19. september 2014. Landsfundur jafnréttisnefnda er haldinn árlega og er kjörinn vettvangur fyrir fólk sem vinnur að jafnréttismálum innan sveitarfélaga til að koma saman og ræða helstu þætti jafnréttisstarfsins og kynna sér hvað er efst á baugi í öðrum sveitarfélögum. 

Landsfundurinn er opinn fulltrúum í jafnréttisnefndum sveitarfélaga, en einnig eru velkomnir á fundinn sveitarstjórnarmenn, og fulltrúar þeirra sveitarstjórna sem ekki hafa skipað jafnréttisnefndir ásamt því starfsfólki sem vinnur að jafnréttismálum.


Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Landsfundir jafnréttisnefnda sveitarfélaga hafa farið fram víða um land en hér má finna fréttir af fyrri fundum.