Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2015

Fljótsdalshérað boðar til landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga 8. - 9. október n.k. 
Landsfundur jafnréttisnefnda er haldinn árlega og er kjörinn vettvangur fyrir fólk sem vinnur að jafnréttismálum innan sveitarfélaga til að koma saman og ræða málin, fræðast og fá góðar hugmyndir.Landsfundurinn er opinn fulltrúum  jafnréttisnefnda sveitarfélaga eða þeim nefndum sem hefur verið falið þeirra hlutverk. Einnig er annað sveitarstjórnarfólk velkomið og fulltrúar þeirra sveitarstjórna sem ekki hafa enn skipað jafnréttisnefndir ásamt því starfsfólki sem vinnur að jafnréttismálum.