Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga verður haldinn dagana 9.-10. september nk. í Kópavogi.


Landsfundur jafnréttisnefnda er haldinn árlega og er kjörinn vettvangur fyrir fólk sem vinnur að jafnréttismálum innan sveitarfélaga til að koma saman og ræða helstu þætti jafnréttisstarfsins og kynna sér hvað er efst á baugi í öðrum sveitarfélögum.

Landsfundurinn er opinn fulltrúum í jafnréttisnefndum sveitarfélaga, en einnig eru velkomnir á fundinn fulltrúar þeirra sveitarstjórna sem ekki hafa skipað jafnréttisnefndir.
Jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogsbæjar stendur fyrir landsfundinum að þessu sinni og hefur sett saman eftirfarandi dagskrá:



Föstudagur 9. september

Kl. 16:00 Setning landsfundar jafnréttisnefnda, Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri Kópavogs

Kl. 16:10 Erla Karlsdóttir formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs veitir jafnréttisviðurkenningu Kópavogsbæjar

Kl. 16:40 Ávarp Kristínar Ástgeirsdóttur framkvæmdastýra Jafnréttisstofu

Kl. 17:00 Gyða Hjartardóttir, félagsþjónustufulltrúi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga: Félagsþjónusta sveitarfélaga




Laugardagur 10. september

Kl. 9:30 JAFNRÉTTI Í SVEITARFÉLÖGUM

Jafnréttisvogin: Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur Jafnréttisstofu

Kynjuð hagstjórn: Andrea Hjálmsdóttir, félagsfræðingur við Háskólann á Akureyri

Fulltrúar jafnréttisnefnda sveitarfélaga segja frá starfi innan sinna sveitarfélaga.

Kaffihlé

Kl. 11:00 JAFNRÉTTI FYRIR ALLA

Horft til fleiri breyta en kyns eins og fötlunar, aldurs o.fl: Þorgerður Þorvaldsdóttir, sagn- og kynjafræðingur.

Ungt fólk og jafnrétti: Sigríður Indriðadóttir, mannauðsstjóri Mosfellsbæjar

Réttindi fatlaðs fólks-jafnréttishugtakið í nýju ljósi: Helga Baldvins- og Bjargardóttir, verkefnisstjóri hjá rannsóknarsetri í fötlunarfræðum

12:00-13:00 Hádegishlé

13.00-14.30 MÁLSTOFUR

Dagskrárlok áætluð kl. 16:00