Leiðir til að sporna gegn mansali - skýrsla á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar

Árið 2011 samþykktu Samstarfsráðherrar Norrænu ráðherranefndarinnar (MR-SAM) að setja á stofn áætlun til að sporna gegn mansali. Áætlunin hefur meðal annars að markmiði að efla samstarf um leiðir til að greina mansal við landamæri ásamt því að standa fyrir sérstökum fræðslufundum aðila sem vinna að málaflokki mansals í Rússlandi, Eistlandi, Lettlandi og Litháen ásamt Norðurlöndunum.
Í maí 2013 var ráðstefna haldin í Tallin, Eistlandi, um mansal og leiðir til að sporna gegn mansali. Ráðstefnan kallaði saman sérfræðinga frá ofangreinum löndum sem gerðu grein fyrir aðferðum sem gefist hafa vel í vinnu gegn mansali. Skýrsla hefur nú verið gefin út til þess að greina frá erindum sem haldin voru á ráðstefnunni ásamt því sem sagt er frá þeim umræðum sem fram fóru í tengslum við þau svið málaflokksins sem voru til umræðu.

Hér má lesa frétt á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar