Lóð á vogarskálina

Á vinnustaðurinn þinn, næsti yfirmaður eða samstarfsfólk skilið að fá viðurkenningu fyrir að stuðla að samræmingu vinnu og einkalífs í orði og verki?  Hollvinir hins gullna jafnvægis hafa í hyggju að veita öðru sinni viðurkenningu fyrir framlag sem stuðlar að samræmingu vinnu og einkalífs í orði og verki. Viðurkenningin "Lóð á vogarskálina" verður afhent á ráðstefnunni "Heima og heiman: Samræming vinnu og einkalífs í fjölmenningarsamfélagi" sem haldin verður á Nordica hótel 17. nóvember nk. kl. 13:00-16:30.

Ef þér finnst vinnustaðurinn þinn fjölskylduvænn, að þar ríki góður skilningur á þörfum og aðstæðum starfsmanna í einkalífinu, að leitað hafi verið leiða til að gera starfsfólki kleift að samræma vinnu og einkalíf t.d. með auknum sveigjanleika í störfum starfsmanna ? sendu þá inn rökstudda ábendingu.

Tekið er á móti ábendingum á vefsvæðinu http://www.hgj.is/. Frestur til þess að senda inn ábendingu rennur út 5. nóvember nk.