"Making the Invisible Visible"

Jafnréttisstofa í samstarfi við Norrænar stofnanir og samtök, ásamt alþjóðasamtökunum MenEngage, mun standa að ráðstefnunni Making the Invisible Visible í Ósló þann 16. febrúar næstkomandi.

Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi á svið jafnréttismála sem snerta drengi og karla sérstaklega og leitað verður svara við því hvernig þátttaka þeirra getur stuðlað að auknum gæðum í jafnréttisstarfi.

Aðalfyrirlesari er Norðmaðurinn Thomas Walle. Hann mun fjalla um þróun jafnréttishugtaksins með áherslu á hugmyndir um forréttindi karla í umræðu um mismunun og jafna stöðu kynjanna. Þá munu ungir jafnréttissinnar ræða hvað helst brennur á þeim og gefa dæmi um svið jafnréttismála sem tengjast hugmyndum um karla og karlmennsku.

Norræna ráðherranefndin styrkir ráðstefnuna. 

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna ásamt dagskrá og kynningu á málsstofum má sjá HÉR