Málstofa í Háskólanum á Akureyri fimmtudaginn 28. nóvember

Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi býður Háskólinn á Akureyri til málstofu þar sem Sigrún Sigurðardóttir lektor við heilbrigðisvísindasvið fjallar um afleiðingar kynferðislegs ofbeldis í æsku fyrir heilsufar og líðan unglinga og veltir upp spurningunni hvort drengir og stúkur sýni sömu einkenni og viðbrögð eftir ofbeldi. Mikilvægt er að þekkja einkenni og afleiðingar kynferðislegs ofbeldis og vera þannig betur í stakk búin til að greina ofbeldið og veita stuðning og umhyggju. Fyrirlesturinn á sérstaklega erindi til foreldra, starfsfólks í heilbrigðiskerfinu, skólakerfinu, lögreglu, félagsþjónustu svo og allra þeirra sem vinna með börnum og unglingum.

Málstofan er öllum opin og fer fram á milli klukkan 12:10 – 12:55

Ath:Erindið verður sent út í beinni útsendingu í vefvarpi háskólans á slóðinni http://www.unak.is/haskolinn/vefvarp Hægt verður að hlusta á erindið í vefvarpinu daginn eftir flutning. Nánari upplýsingar HÉR