Málþing um aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum

Föstudaginn 4. desember verður haldið opið málþing á Akureyri um aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum, heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi og afleiðingar þess á landsbyggðunum. Málþingið sem stendur frá 12:45 til 16:30 er haldið að Borgum við Norðurslóð á Akureyri í tengslum við 16 daga alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi. Markmið málþingsins er að skapa umræðugrundvöll milli ríkis og sveitarfélaga, félagasamtaka og almennings um aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum, heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi og afleiðingar þess. Einnig að draga upp mynd af stöðu mála á landsbyggðunum og hvernig bæta megi þjónustu við þolendur og gerendur þar.

Málþingið er öllum opið en þátttöku skal tilkynna á netfangið arnfridur@jafnretti.is
 
Að málþinginu standa Jafnréttisstofa, Aflið, samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi og Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri.

Dagskrá málþingsins