Málþing um launamun kynjanna

Þrír starfshópar sem félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra skipuðu í lok árs 2007 til þess að benda á leiðir til að draga úr kynbundnum launamun bæði á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins, efna til málþings um þetta viðfangsefni. Málþingið verður haldið í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu í Reykjavík klukkan 15-17,föstudaginn 29. febrúar 2008.

Dagskrá

14.45–15.00 KAFFIVEITINGAR


15.00–15.05 SETNING MÁLÞINGSINS
 Jón Sigurðsson, formaður starfshóps um jafnlaunastefnu á almennum vinnumarkaði, setur málþingið


15.05–15.20 LAUNAMUNUR KYNJANNA: NIÐURSTÖÐUR ÍSLENSKRA RANNSÓKNA
 Sigurður Jóhannesson kynnir samantekt Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á niðurstöðum nýlegra rannsókna á kynbundnum launamun.


15.20–15.45 JAFNLAUNASTEFNA REYKJAVÍKURBORGAR: GILDI STARFSMATS
 Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri og áður starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar


15.45–17.00 UMRÆÐUR OG FYRIRSPURNIR
 Við pallborð sitja framsögumenn ásamt Láru V. Júlíusdóttur, formanni ráðgjafarhóps félagsmálaráðherra, og Ólöfu Nordal, formanni starfshóps um jafnlaunastefnu hjá hinu opinbera.


Fundarstjóri verður Jón Sigurðsson.