Málþing um margbreytileika fjölskyldugerða 17. janúar

Þann 17. janúar næstkomandi mun velferðarvaktin halda málþing um margbreytileika fjölskyldugerða þar sem meðal annars verður rætt hvernig börn við ólíkar aðstæður skilgreina fjölskyldur sínar og hvort opinber fjölskyldustefna taki mið af fjölbreytilegum fjölskylduformum. Skráning á málþingið fer fram á vef velferðarráðuneytisins - Sjá: HÉR

Velferðarvaktin heldur málþingið í samstarfi við velferðarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Heimili og skóla, Kennarasamband Íslands og Félag stjúpfjölskyldna. Nánar um málþingið, dagskrá og skráningu á heimasíðu velferðarráðuneytis HÉR