Málþing um markaðslaun og launajafnrétti

Málþing um markaðslaun og launajafnrétti verður haldið á Bifröst föstudaginn 25. ágúst kl. 14-16.


Málþingið er haldið á vegum Rannsóknaseturs vinnuréttar og jafnréttismála við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Fyrirlestra flytja dr. jur. Per Norberg, Jenne Säve-Söderbergh, hagfræðingur, Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu og Ása Ólafsdóttir hrl. Fundarstjóri verður Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu.

Dagskrá málþingsins verður nánar auglýst á næstu dögum en allar nýjustu upplýsingar er hægt að nálgast á http://rvj.bifrost.is/.

Málþingið er öllum opið, án endurgjalds. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig á netfangið bifrost@bifrost.is