Málþing um valdeflandi starf með börnum og unglingum

Jafnréttisstofa, í samstarfi við Embætti landlæknis og skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar standa að málþingi þann 4. júní næstkomandi. Frummælandi er fræði- og listakonan Dr. Dana Edell. Hún fjallar um birtingarmyndir klámvæðingar og áhrif klámvæðingar á kynímynd unglinga. 

Þorsteinn V. Einarsson verkefnisstjóri félagsmiðstöðvarinnar Dregyn segir frá tildrögum þess að unglingsdrengir í Grafarvogi vöktu athygli á áhrifum staðalmynda með því að bera naglalakk. Þá mun Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis, fjalla um áhrif staðalmynda og hvernig vinna má gegn þeim í skóla og frístundastarfi.

Sjá kynningu