Margir lögðu leið sína í safnaðarheimili Glerárkirkju

Hádegisstund með Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur og Sigrúnu Sigurðardóttur þann 2. desember sl. tókst mjög vel en rúmlega 80 manns hlýddu á erindi Sigrúnar og lestur Guðrúnar Ebbu úr bók sinni Ekki líta undan.  

Sigrún ræddi um sálrænar, félagslegar og heilsufarslegar afleiðingar kynferðislegs ofbeldis og benti á nauðsyn þess að starfsfólk þeirra stofnana sem brotaþolar leita til sé meðvitað um þessi einkenni og eðlilegt þyki að spyrja skjólstæðinga um áfallasögu ef grunur leikur á að brotið sé gegn viðkomandi. 
Guðrún Ebba las kafla úr bókinni sinni og í kjölfar lestursins var opið fyrir fyrirspurnir til Sigrúnar og Guðrúnar Ebbu.