Menntastefna og menntun drengja og stúlkna

Opinn fyrirlestur verður haldinn á vegum kennaradeildar Háskólans á Akureyri í dag 21. apríl kl. 16:30 í stofu 21, 2. hæð í Þingvallastræti 23. Fyrirlesari er Bob Lingard, prófessor við Edinborgarháskóla. Í fyrirlestrinum ræðir Lingard alþjóðlega strauma í orðræðu um menntun, einkum þá hugmynd að menntun drengja hafi farið hrakandi og hvaða áhrif þetta hefur á réttlátt skólastarf fyrir drengi sem stúlkur. Lingard styður í erindi sínu við tilviksrannsókn í Ástralíu og ræðir meðal annars skýrslur frá áströlsku ríkisstjórninni.

Bob Lingard er ástralskur og starfaði lengst af í heimalandi sínu við rannsóknir á menntun og skólastarfi. Hann hefur skrifað eða ritstýrt 14 bókum á sviði menntunarfræða og kynjafræða. Þeirra á meðal eru Men Engaging Feminism (Open University Press, 1999) og RoutledgeFalmer Reader in Education Policy and Politics (Routledge, 2007). Hann vinnur nú ásamt Martin Mills og Wayne Martino að bókinni Educating Boys: Policies, Pedagogies and Practices (Palgrave). Lingard var einn af aðalfyrirlesarum á ráðstefnu um drengjamenningu sem haldin var á Grandhótel í Reykjavík í febrúar 2005.

Fyrirlesturinn er á ensku og ber heitið: Understanding Education Policy, Gender and Boys' Schooling. Að loknum fyrirlestri verður hægt að bera fram fyrirspurnir hvort heldur er á íslensku eða ensku.

Í lýsingu á fyrirlestrinum á ensku segir: „This paper seeks to understand the globalised educational policy discourse about ‘failing boys' which has resulted in a ‘boy turn' in educational policy developments in many nations, particularly in the Global North. The paper seeks to understand this boy turn and theorise it from a profeminist perspective, drawing on a case study of policy developments in gender and schooling in Australia. Specific attention is paid to an Australian government Parliamentary Report, Boys: Getting it Right (2002), which was the pivotal moment in gender policies in Australia, signifying a policy and funding focus on boys. The implications of this policy narrative will be drawn out for socially just gender policies and practices in schools."