Mest jafnrétti í finnsku ríkisstjórninni

Ný ríkisstjórn í Finnlandi getur státað af heimsmeistaratitli í jafnrétti. Tólf af tuttugu ráðherrum, eða 60%, eru konur. Finnar fóru því fram úr Svíum við síðustu stjórnarmyndum, en þeir áttu gamla metið sem var 52%.


Tarja Halonen forseti Finnlands kynnti nýju ríkisstjórnina undir forystu Matti Vanhanen forseta Finnlands, þann 19. apríl. Í ríkisstjórninni eru fulltrúar fjögurra flokka, Miðjuflokksins, Sambandsflokksins, Græningja og Sænska þjóðarflokksins.

Allir flokkar tilnefndu konur í a.m.k. helming ráðherraembætta. Báðir ráðherrar Græningja eru konur (Tuija Brax dómsmálaráðherra og Tarja Cronberg atvinnumálaráðherra. Fimm af átta ráðherrum Miðjuflokksins eru konur. Sambandsflokkurinn tilnefndi fjóra karla og jafn margar konur í ráðherraembætti en Sænski þjóðarflokkurinn tvo sitt af hvoru kyni.

Finnar eiga einnig annað heimsmet í jafnrétti, en voru fyrsta þjóðin sem lögleiddi almennur kosningaréttur karla og kvenna var var lögleiddur árið 1906.

Konur eru þó enn í minnihluta í finnska þinginu, jafnvel þó þeim hafi fjölgað eftir kosningarnar í mars. Alls eru þær um 42% þingmanna.

Nánar má lesa um ríkisstjórnina á
heimasíðu hennar.

Þessi frétt er tekin af heimasíðunni norden.org