Mitt verk eða þitt?


Hvernig gengur þér að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf? Hjá sumum gengur ótrúlega vel að púsla þessu saman á meðan aðrir eiga í stökustu vandræðum með að láta hlutina ganga upp. Fræðslumyndbandið Mitt verk eða þitt? sýnir hvernig tvær íslenskar fjölskyldur takast á við verkefnið. Í myndbandinu segir frá rannsóknum sem sýna að þrátt fyrir aukna atvinnuþátttöku íslenskra kvenna virðist ábyrgð á heimili og börnum hvíla þyngra á þeim. Myndbandið sem er hugsað sem fræðsluefni fyrir skóla og atvinnulíf má einnig nálgast á heimasíðunni www.hiðgullnajafnvægi.is


Rannsóknir sýna að yngri kynslóðir hafa neikvæðara viðhorf til jafnréttis en þær sem eldri eru og þá sérstaklega með tilliti til verkaskiptingar á heimilum. Þetta er alvarlegt ekki síst í ljósi þess að kynbundinn launamun má meðal annars skýra vegna ójafnræði kynja þegar kemur að verkaskiptingu á heimili og fjölskylduábyrgð. Mikilvægt er að vinna gegn þessum íhaldssömu staðalmyndum sem takmarka frelsi og lífsgæði karla og kvenna. Fræðslumyndbandið Mitt verk eða þitt?  getur komið að góðum notum þegar þessar spurningar eru ræddar. 

Myndbandið er samstarfsverkefni Jafnréttisstofu, Jafnréttisráðs og vinnuhóps um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs og styrkt af framkvæmdasjóði ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum.