Morgunverðarfundur um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs

Velferðarráðuneytið í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu boðar til morgunverðarfundar um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs á Grand hóteli þriðjudaginn 20. nóvember klukkan 8-10:30. Fundurinn er skipulagður af vinnuhópi um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs sem nú starfar í velferðarráðuneytinu. 
Velferðarráðuneytið hefur í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu skipað í vinnuhóp um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs sem hefur m.a. það hlutverk að koma með tillögur um hvernig unnt sé að auðvelda fólki að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Í vinnuhópnum sitja fulltrúar ASÍ, SA, BSRB, BHM, KÍ, KRFÍ og FÍ. Til fundarins er boðið aðilum vinnumarkaðsins, starfsmannastjórnum og yfirmönnum fyrirtækja, stofnanna og sveitarfélaga svo og öðrum sem koma að starfsmannafmálum. 

Dagskránna má lesa hér
.

Skráning fer fram fram á vef Velferðarráðuneytisins á slóðinni www.vel.is/skraning
Nánari upplýsingar veitir Jafnréttisstofa.