Námskeið um kynbundið ofbeldi

Akureyrarbær og Jafnréttisstofa hafa undanfarnar vikur boðið starfsfólki bæjarins upp námskeið um kynbundið ofbeldi. Akureyrarbær var fyrst sveitarfélaga til að samþykkja aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum í apríl 2010 og eru námskeiðin liður í markvissri fræðslu innan bæjarkerfisins í samræmi við markmið áætlunarinnar.Boðið var upp á námskeið fyrir starfsfólk í heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og barnavernd auk þess sem eitt opið námskeið var í boði fyrir annað starfsfólk bæjarins. Námskeiðin voru vel sótt og mikill áhugi á framhaldsnámskeiðum á hverju sérsviði. Markmið námskeiðanna var að byggja upp þekkingu á kynbundnu ofbeldi, helstu einkennum og úrræðum þegar um ofbeldi í nánum samböndum er að ræða og ferlum sem fylgja þarf eftir þegar unnið er með slík mál.