Námsstefna í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð

Mánudaginn 18. október næstkomandi kl. 9 – 12 verður haldin námsstefna í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð á Hótel Nordica. Á námsstefnunni mun Dr. Elisabeth Klatzer, sérfræðingur í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð, miðla af reynslu sinni. Hún starfar m.a. sem ráðgjafi í kynjasamþættingu hjá austurríska kanslaraembættinu og hefur tekið þátt í fjölmörgum tilraunaverkefnum í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Doktorsritgerð hennar í hagfræði fjallaði um aðferðir og reynslu alþjóðasamfélagsins af kynjaðri hagstjórn. Efni námsstefnunnar
Hvað er kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð?
Saga kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar
Hvernig virkar kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð?
Dæmi um hvernig unnið er að verkefnum í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð
Hlutverk mismunandi hagsmunahópa
Stærsta áskorunin: Hvaða leiðir eru áhrifaríkar við innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar í ákvarðanatöku og stefnumótun?

Fyrir hverja
Námsstefnan er fyrir þau sem vinna tilraunaverkefni í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð, alla sem koma að fjárlaga- eða fjárhagsáætlunargerð hjá ríki og sveitarfélögum, fulltrúa stéttarfélaga, fræðifólk, femínista, þingmenn, ráðherra, fulltrúa í fjárlaganefnd og alla þá sem hafa áhuga á kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð. Námsstefnan er opin öllum og aðgangur er ókeypis.

Skráning
Skráning fer fram hjá Katrínu Önnu Guðmundsdóttur hjá fjármálaráðuneytinu á netfanginu: katrin.gudmundsdottir(hjá)fjr.stjr.is. Hún veitir einnig nánari upplýsingar um námsstefnuna. Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi fimmtudaginn 14. október.

Námsstefnan er samstarf verkefnisstjórnar í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð og GET – alþjóðlega jafnréttisskólans.

Auglýsing í pdf