Niðurskurður í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar

Undanfarna daga hafa Jafnréttisstofu borist fjölmargar ábendingar og athugasemdir vegna fyrirhugaðra sparnaðaraðgerða Reykjavíkurborgar innan leik- og grunnskóla borgarinnar. Jafnréttisstofa sendi Jóni Gnarr, borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni, formanni borgarráðs, Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra og Guðbjarti Hannessyni, velferðarráðherra bréf þar sem framkvæmdastýra Jafnréttisstofu hvetur yfirvöld til að standa vörð um menntakerfið, tryggja börnum góða menntun og aðbúnað og útrýma kynjamisrétti.

Bréf frá Jafnréttisstofu