NIKK auglýsir styrki

Nú í mars mun NIKK (Nordic Information on Gender) auglýsa eftir umsóknum um styrki til norræns samstarfs á sviði kynjajafnréttis. Aðilar sem t.d. vilja vinna gegn kynjuðu námsvali, stuðla að kynjajafnrétti á vinnumarkaði eða hugsanlega skipuleggja ráðstefnu sérfræðinga hafa möguleika á að sækja um styrki. Jafnréttissjóður Norrænu ráðherranefndarinnar mun úthluta hátt í 3 milljónum danskra króna. 

 

Eins og áður verða verkefnin að tengjast a.m.k. þremur norðurlandanna. Verkefnin verða að hefjast haustið 2018 og þeim þarf að ljúka innan tveggja ára. Þau þemu sem verða í forgangi eru: Almenningsrými, sjálfbær þróun, velferð og nýsköpun. Opnað veður fyrir umsóknir 1. mars. Sjá nánar hér: