NIKK – Norræna þekkingar- og upplýsingamiðstöðin um jafnréttismál auglýsir styrki


Norræna þekkingar- og upplýsingamiðstöðin um jafnréttismál, NIKK, hefur auglýst styrki vegna verkefna á sviði jafnréttismála. Umsóknarfrestur er til og með 15. september næstkomandi. Opnað verður fyrir umsóknir þann 15 ágúst.
Styrkirnir taka sérstaklega mið af áherslum í framkvæmdaáætlun um samstarf Norðurlandanna um jafnrétti karla og kvenna. Framkvæmdaáætlunin, sem gildir fyrir árin 2011 til 2014, leggur áherslu á að horft sé til samþættingar kynjasjónarmiða við ákvarðanatöku og áætlanagerð ásamt því að hvetja til aukinnar þátttöku karla í jafnréttismálum.

Gert er ráð fyrir að mótframlag vegna umsókna sé ekki minna en 25% af heildarkostnaði en umsóknir geta varðað ýmiskonar verkefni, svo sem; rannsóknir, fræðslu, samstarf eða ráðstefnur og fundi sem tengjast kynjajafnrétti á Norðurlöndum. 

Nánari upplýsingar um kröfur til umsókna er að finna á heimasíðu NIKK