Norræn ráðstefna um ofbeldismál


Dagana 30. nóvember til 2. desember verður haldin ráðstefna í Helsinki, Finnlandi, þar sem fjallað er um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi á gerendur í ofbeldismálum og kynna verkefni og úrræði sem skilað hafa bestum árangri á Norðurlöndum. 

Ráðstefnan mun verða vettvangur frekari samvinnu þeirra sem vinna að forvörnum í ofbeldismálum og annarra sem fjalla um málflokkinn ýmist í rannsóknum eða þjónustu. Miðlun þekkingar, erindi og vinnustofur taka sérstaklega til eftirfarandi sviða:

•Meðferðarþjónusta fyrir gerendur
•Rannsóknir á gerendum
•Gerendur og félagsleg úrræði

Ráðstefnan er liður í dagskrá vegna formennsku Finnlands í Norrænu ráðherranefndinni árið 2016 og er haldin er í samstarfi RIKK – Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, NIKK – norrænnar upplýsingamiðstöðvar um kynjajafnrétti – og velferðarráðuneytis Finnlands. 

Hér má finna nánari upplýsingar um ráðstefnuna, dagskrá og skráningu