Norrænn umboðasmannafundur

Nú er lokið norrænum umboðsmannafundi jafnréttismála sem haldinn var af Jafnréttisstofu og fór fram á Akureyri dagana 6. og 7. apríl. Fundinn sátu aðilar frá Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Danmörk, Færeyjum, Grænlandi auk Íslands. Á fundinum var farið yfir það helsta sem er að gerst á sviði jafnréttismála í löndunum.

Beate Gangås umboðsmaður jafnréttismála í Noregi hélt einnig erindi á Jafnréttistorgi sem var haldið í Háskólanum á Akureyri í tengslum við fundinn. Jafnréttisumboðið í Noregi var stofnað 1. janúar 2006. Umboðinu er ætlað að berjast gegn mismunun á grundvelli kyns, kynþáttar, fötlunar, kynhneigðar, aldurs o.fl., auk þess að stuðla að jafnrétti á þessum sviðum. Þessum markmiðum skal m.a. ná með því að taka á móti kærum um lögbrot og veita upplýsingar um réttarstöðu, veita ráðgjöf og stuðla að jafnrétti og koma í veg fyrir mismunun, svo sem með því að skrá og miðla upplýsingum um jafnrétti og umfang mismununar í samfélaginu.