Norrænt samstarf um jafnari hlut kvenna í fjölmiðlum

Síðastliðin ár hefur krafa til fjölmiðla um að vinna gegn staðalímyndum kynja og tryggja jafnan sýnileika karla og kvenna aukist til muna. Með Pekingsáttmálanum hafa ríki sameinuðu þjóðanna þegar skuldbundið sig til að vinna að jöfnum rétti og jöfnu aðgengi karla og kvenna að þjóðfélagsumræðu og fjölmiðlum.

Í ár, 2014, hóf Nordicom, Norrænt þekkingarsetur á sviði fjölmiðlarannsókna, vinnu við að auka umræðu um stöðu kynjajafnréttis í fjölmiðlum á Norðurlöndunum. Verkefnið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og ber heitið „Nordic Gender & Media Forum“. Markmið þess er að safna upplýsingum og gögnum um stöðu jafnréttismála á sviðum kvikmynda, frétta, auglýsinga og tölvuleikja.

Á heimasíðu verkefnisins má finna upplýsingar um viðburði og fundi sem haldnir verða á árinu.