Ný framkvæmdastýra Jafnréttisstofu tekur við

Í gær tók Kristín Ástgeirsdóttir formlega við lyklavöldum á Jafnréttisstofu úr höndum Inga Vals Jóhannssonar, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra frá 1. júlí sl.Starfsfólk Jafnréttisstofu vill óska Kristínu til hamingju með nýja starfið. Einnig þökkum við Inga Vali fyrir gott samstarf undanfarna tvo mánuði.