Ný frumvörp um jafna meðferð í opið umsagnarferli

Velferðarráðuneytið birtir nú til umsagnar drög að eftirfarandi þremur lagafrumvörpum; 1) um stjórnsýslu á sviði jafnréttismála, 2) um jafna meðferð óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna, og 3) um jafna meðferð á vinnumarkaði.

Fyrsta frumvarpið lýtur að skipulagi þeirrar stjórnsýslu sem lögð er til að gildi á sviði jafnréttismála. Gert er ráð fyrir að ein stofnun annist stjórnsýslu á þessu sviði. Verkefni hennar verða á sviði jafnréttismála í víðum skilningi og lúta jafnt að jafnrétti kynjanna sem og jafnri meðferð óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð eða kynvitund.

Jafnréttisstofa hvetur alla til  að kynna sér efni þessara frumvarpa og koma á framfæri ábendinum fyrir 28. febrúar. Frekari upplýsingar á heimasíðu velferðarráðuneytisins.