Ný heimasíða Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum komin í loftið

Á heimasíðunni er þekkingu miðlað um kvenna- og kynjarannsóknir; sagt er frá rannsóknum, ráðstefnum og viðburðum á sviði kvenna-, kynja- og jafnréttisfræða bæði hérlendis og erlendis. Einnig eru auglýstir styrkir, störf og köll eftir fyrirlestrum hvort sem um er að ræða íslenskan vettvang eða erlendan. Heimasíðuna má sjá hér.