Ný jafnréttislög, til hvers? - hádegisrabb Jafnréttisstofu

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna býður Jafnréttisstofa upp á hádegisrabb, föstudaginn 7. mars, klukkan 12-13:00, í húsakynnum Jafnréttisstofu, Borgum, 3. hæð. Starfsfólk Jafnréttisstofu mun halda stutta kynningu á nýju jafnréttislögunum og ræða hvaða áhrif þau geta haft á framtíð jafnréttismála. Í boði verða léttar veitingar. Allir eru velkomnir.