Ný norræn bók á sviði velferðarannsókna

Út er komin bókin "Män i rörelse. Jämställdhet, förändring och social innovation i Norden." Bókin er afrakstur samnorræns verkefnis á sviði velferðarannsókna en þar var sjónum sérstaklega beint að félagslegum frumkvöðlum og samspili atvinnu- og fjölskyldulífs á Norðurlöndum.
Átta höfundar eiga greinar í bókinni og þar á meðal er starfsmaður Jafnréttisstofu, Ingólfur V. Gíslason. Hann skrifar greinina "Maskulinitet eller sociala möjligheter" og gerir m.a. grein fyrir viðtalarannsókn hérlendis meðal para þar sem karlinn hefur tekið lengra fæðingarorlof en þá mánuði sem honum eru bundnir. Auk þess skrifa Ingólfur og ritstjóri bókarinnar, Øystein Gullvåg Holter, saman greinina "Välfärdsstat i könsklämma: kön, ekonomi och livskvalitet". Þar er velt upp þeim vanda velferðarkerfisins að það hefur brugðist seint við þeim breytingum sem orðið hafa á stöðu kynjanna og er að sumu leyti dragbítur á þróunina.

Bókin er alls 362 síður og er gefin út af Gidlunds Förlag.