Ný og endurbætt heimasíða Jafnréttisstofu opnuð

Undanfarna mánuði hefur starfsfólk Jafnréttisstofu unnið að því að endurskoða og endurbæta heimasíðu stofunnar. Unnið var að því að breyta og lagfæra útlit síðunnar með það í huga að tryggja notendavænna umhverfi. Til þess að tryggja betra aðgengi notenda voru aðgengismál fyrir sjónskerta uppfærð og nú er einnig hægt að senda okkur tölvupóst með því að velja ,,Hafa samband” hnappinn ofarlega á síðunni. Til þess að tryggja greiðari aðgang að öllu efni síðunnar voru allir málaflokkar endurskipulagðir og uppfærðir. Markmiðið með þessum breytingum er að skapa öfluga og aðgengilega heimasíðu fyrir alla þá sem áhuga hafa á jafnréttismálum og eru að leita af upplýsingum um þennan málaflokk.

Við hvetjum alla til að hafa samband við okkur ef það er eitthvað sem ykkur finnst vanta á síðuna.