Nýjar rannsóknir um ofbeldi karla gegn konum gefnar út

Niðurstöður tveggja kannana sem gerðar hafa verið í samræmi við áætlun stjórnvalda um aðgerðir gegn ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum voru kynntar í vikunni. Önnur fjallar um umfang ofbeldisins og hin um viðbrögð lögreglu við tilkynningum um ofbeldi karla gegn konum.Í samræmi við áætlun stjórnvalda um aðgerðir gegn ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum var ráðist í gerð sex rannsókna og kannana á umfangi ofbeldis, ýmsum þáttum sem tengjast því hvernig tekið er á slíkum málum og hvaða úrræði eru fyrir hendi. Gerðar voru fjórar kannanir um viðbrögð og úrræði hjá félagsþjónustu, barnavernd, grunnskólum, heilbrigðisþjónustu og félagasamtökum. Niðurstöður þeirra hafa áður verið kynntar og eru skýrslur um þær aðgengilegar á vefsíðu velferðaráðuneytisins.

Niðurstöður rannsóknanna tveggja sem kynntar voru í vikunni fjalla annars vegar um umfang ofbeldis gegn konum og hins vegar um viðbrögð lögreglu við tilkynningum um ofbeldi karla gegn konum. Nánari upplýsingar er að finna hér.