Nýr gagnagrunnur um Norræn samstarfsverkefni á sviðum jafnréttismála

Síðustu þrjú ár hefur  NIKK, Norræn upplýsingamiðstöð um kynjajafnrétti, styrkt rúmlega 120 samstarfsverkefni á Norðurlöndunum. Verkefnin eiga það sameiginlegt að hljóta styrkina í gegnum Norræna Jafnréttissjóðinn sem NIKK hefur umsjón með en er rekinn af Norrænu ráðherranefndinni. 

Nú hefur NIKK gert aðgenilegan gagnagrunn sem kynnir þessi verkefni og veitir upplýsingar um markmið þeirra og ábyrgðaraðila. 


Dæmi um verkefni sem hlotið hafa stuðning eru; staðall um jafnrétti í skólastarfi, átak gegn kynbundnu áreiti í auglýsingum og verkefni sem ætlað er að aðstoða konur sem hafa orðið fyrir hatursorðræðu á internetinu.

Í gagngrunninum er hægt að leita upplýsinga í efnisflokkum. Meðal þeirra eru: menntun, kynbundið ofbeldi, karlmennskurannsóknir og fjölmiðlar. Þá er einnig hægt að sækja upplýsingar um þátttökulönd og tegundir samstarfs. Jafnréttisstofa hvetur fólk til að kynna sér verkefnin og leita leiða til að nýta sér niðurstöður þeirra.


Sjá einnig frétt á heimasíðu NIKK