Nýr ráðherra heimsækir Jafnréttisstofu

Árni Páll Árnason, nýr félags- og tryggingamálaráðherra, heimsótti Jafnréttisstofu í dag. Heimsóknin var í tengslum við fyrsta fund nýrrar ríkisstjórnar, sem var haldinn á Akureyri í dag.Árni Páll ræddi við framkvæmdastýru og starfsmenn Jafnréttisstofu, en jafnréttismálin heyra undir ráðuneyti félags- og tryggingamála. Þar er væntanleg breyting á, þar sem í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að jafnréttismálin flytjist í forsætisráðuneytið. Á fundi ráðherra með Jafnréttisstofu kom fram að sá flutningur muni væntanlega eiga sér stað innan árs.