Nýr vefur Kvennaslóða

Fimmtudaginn 21. júní, kl. 12 í sal Þjóðminjasafns Íslands verður haldið upp á opnun nýs vefs Kvennaslóða.

Kvennagagnabankinn Kvennaslóðir inniheldur upplýsingar um kvensérfræðinga á ýmsum sviðum. Markmið Kvennaslóða er að gera þekkingu og hæfni kvenna sýnilega og aðgengilega. Kvennaslóðir er vettvangur fjölmiðla, fyrirtækja og stjórnvalda til þess að finna hæfar konur til margvíslegra starfa með skjótvirkum hætti. Við höfum endurhannað gagnagrunninn, gert nýtt útlit og bætt við nýjum efnisflokkum á nýja vefnum sem verður gangsettur á fimmtudaginn.

Dagskrá opnunarinnar:

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnar vefinn og flytur ávarp.

Margrét Kristmannsdóttir formaður Félags kvenna í atvinnurekstri flytur erindi.

Pallborðsumræður undir stjórn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur.
Þátttakendur í pallborði:
Elín Hirst
Karl Blöndal
Steinunn Stefánsdóttir
Sveinn Helgason
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Öllum opið,
Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum hjá Háskóla Íslands.